Description
Vínhús Sadi Malot var stofnað af Socrate Malot, en hann nefndi fyrirtækið eftir Sadi bróður sínum, sem fæddist daginn sem Sadi Carnot forseti Frakklands var myrtur. Sadi lést á vígvellinum í fyrri heimsstyrjöldinni. Í dag er það fimmta kynslóð Malot-fjölskyldunnar sem annast vínekrurnar sem eru við þorpin Villers-Marmery og Verzy, rétt sunnan við borgina Reims.
Vínekrurnar við Villers-Marmery flokkast sem Premier Cru, og þar ræktar Malot-fjölskyldan Chardonnay-þrúgur. Vínekrurnar við Verzy eru hins vegar flokkaðar sem Grand Cru – hæsti gæðaflokkurinn í Champagne – og þar eru ræktaðar Pinot Noir-þrúgur.
Les Alouettes, eða Lævirkar (Lævirkar eru fallegir söngfuglar af þrastaætt) er gert úr þrúgum sem koma allar af samnefndri Premier Cru-vínekru í Villers-Marmery. Vínviðurinn þar er orðinn nokkuð gamall og gefur af sér mjög góðar þrúgur. Hér er á ferðinni hreint Chardonnay-vín – Blanc du Blancs – að stærstum hluta uppskera ársins 2017. Um 20% af víninu eru fengin úr „varavíni“ Sadi Malot. Varavínið er árgangsblanda („Solera“) sem var sett á stofn árið 2010 og er geymd í stórri eikarámu.
Að lokinni seinni gerjun er vínið látið liggja í 5 ár áður en botnfallið er hreinsað frá og korktappinn settur í.
Sykurmagnið í víninu er 5 g/L og vínið er því Extra Brut.
Vínið nýtur sín að sjálfsögðu vel eitt og sér, en við mælum með að þið prófið það með ljósu fuglakjöti í rjómasósu eða lúðu í smjörsósu

