Description
Emilien Allouchery er uppalinn á vínekrum fjölskyldu sinnar við þorpið Ecueil, rétt utan við borgina Reims. Hann lærði víngerðarfræði í Champagne og Bourgogne, en hélt síðan til Nýja-Sjálands og Suður-Afríku þar sem hann aflaði sér meiri þekkingar og reynslu í víngerð. Hann tók svo við fjölskyldufyrirtækinu árið 2006 og hefur séð um það síðan.
Þetta vín er að stærstum hluta gert úr uppskeru ársins 2017 en u.þ.b. 10% eru úr „varavíninu“. Vínið er gert úr þrúgunum Pinot Noir og Chardonnay sem koma af Premier Cru-vínekrum. Að lokinni seinni gerjun fær vínið að hvíla í tæp 6 ár í flöskunni áður en botnfallið er hreinsað frá og korktappinn settur í.
Sykurmagnið er 6-7 grömm/lítra og vínið telst því vera þurrt eða Brut.
Vínið nýtur sín vel sem fordrykkur en er líka ákaflega gott matarvín, þá t.d. með ljósu fuglakjöti, fiskréttum eða kálfakjöti.

