Description
Þrúgurnar sem fara í þetta kampavín koma af Premier Cru vínekrum við þorpið Sacy. Þetta er 100% Pinot Noir, þar sem 43% vínsins kemur frá uppskeru ársins, en 57% er blanda af fyrri árgöngum. Að lokinni seinni gerjun lá vínið í a.m.k. 15 mánuði. Sykurmagnið er aðeins 3 g/L og vínið því mjög þurrt.
Þetta vín fer vel með confiteruðum andalærum (eða nánast hvaða confit sem er!) en passar líka svona ljómandi vel með lasagna!