Description
Þetta ljúffenga kampavín er gert úr þrúgunum Pinot Noir (45%), Chardonnay (30%) og Meunier (25%). Þrúgurnar koma af vínekrum við þorpin Sacy, Chamery, Ecueil og Villedommange – allt Premer Cru vínekrur. Sykurmagnið er 9 g/L og vínið er því brut eða þurrt. Helmingur vínsins er gerður úr uppskeru ársins, hinn helmingurinn kemur úr uppskeru fyrri ára sem hafa fengið lengri þroskatíma í kjallara víngerðarinnar.
Vínið hentar vel sem fordrykkur, með léttari forréttum, fiskréttum og ljósu fuglakjöti, eða jafnvel með ostum.