Description
André og Micheline Chemin stofnuðu vínhús André Chemin árið 1948 og hafa frá upphafi verið hluti af samvinnufélagi kampavínsbænda í þorpunum Sacy og Écueil, sem var stofnað sama ár. Samvinnufélagið leggur til þrúgupressu og átöppunarvél, ásamt því að eiga víntanka sem bændur geta notað. André er enn við hestaheilsu og fylgist með gangi mála í fjölskyldufyrirtækinu, en nú eru það barnabarnið Sebastian sem sér um framleiðsluna ásamt Evu eiginkonu sinni.