Skip to content Skip to footer

Andre Chemin Little Dark Mountain Brut

6.199 kr.

Þrúgurnar sem fara í þetta kampavín koma af Premier Cru vínekrum við þorpið Sacy.  Þetta er 100% Pinot Noir, þar sem 43% vínsins kemur frá uppskeru ársins, en 57% er blanda af fyrri árgöngum.  Að lokinni seinni gerjun lá vínið í a.m.k. 15 mánuði.  Sykurmagnið er aðeins 3 g/L og vínið því mjög þurrt.

Þetta vín fer vel með confiteruðum andalærum (eða nánast hvaða confit sem er!) en passar líka svona ljómandi vel með lasagna!

Categories: , Tags: , , , Product ID: 19623

Description

André og Micheline Chemin stofnuðu fyrirtækið árið 1948 og hafa frá upphafi verið hluti af samvinnufélagi kampavínsbænda í þorpunum Sacy og Écueil, sem var stofnað sama ár. Samvinnufélagið leggur til þrúgupressu og átöppunarvél, ásamt því að eiga víntanka sem bændur geta notað. André er enn við hestaheilsu og fylgist með gangi mála í fjölskyldufyrirtækinu, en nú eru það barnabarnið Sebastian sem sér um framleiðsluna ásamt Evu eiginkonu sinni.

Þrúgurnar sem fara í þetta kampavín koma af Premier Cru vínekrum við þorpið Sacy.  Þetta er 100% Pinot Noir, þar sem 43% vínsins kemur frá uppskeru ársins, en 57% er blanda af fyrri árgöngum.  Að lokinni seinni gerjun lá vínið í a.m.k. 15 mánuði.  Sykurmagnið er aðeins 3 g/L og vínið því mjög þurrt.

Þetta vín fer vel með confiteruðum andalærum (eða nánast hvaða confit sem er!) en passar líka svona ljómandi vel með lasagna!