Skip to content Skip to footer

Guy de Chassey Grand Cru Blanc de Noirs Extra Brut

6.600 kr.

Guy de Chassey Grand Cru Blanc de Noirs Extra Brut – Hvítt úr Svörtu – þar sem eingöngu er notast við Pinot Noir þrúgur, gerjaðar í stáltönkum.  Víníð var sett á flöskur 18. Mars 2021 og síðan  látið hvíla í 43 mánuði.  Botnfallið var losað frá 10. Október 2024 og korktappinn settur í.

Engum sykri var bætt í vínið og það er því Extra-Brut.

Categories: , Product ID: 19642

Description

Þorpið Louvois skammt frá Reims á sér langa sögu sem nær aftur til fyrri hluta 13. aldar. Á 17. öld byggði Margreifinn af Louvois mikinn kastala sem síðar komst í eigu dætra Lúðvíks 16. Frakkakonungs. Kastalinn, sem státaði af 50 hektara garði með tjörnum og gosbrunnum, var almennt kallaður Château des Dames de France og gekk undir því nafni þar til hann var eyðilagður eftir frönsku byltinguna.  Síðar var þar byggður nýr kastali, öllu minni, með ”aðeins” 35 hektara garði sem er að mestu skógi vaxinn.  Sá kastali er nú í eigu kampavínshúss Laurent Perrier.

Andspænis kastalanum er vínhús Guy de Chassey sem nú er undir stjórn sjöunda ættliðs de Chassey-fjölskyldunnar – Ingrid de Chassey, sem nýtur aðstoðar móður sinnar Marie. Vínekrurnar við Louvois flokkast sem Grand Cru, en Louvois er eitt af 17 þorpum í Champagne sem eru flokkaðar sem Grand Cru.  Vínekrur Guy de Chassey ná yfir 9,5 hektara, þar sem 75% vínviðarins er Pinot Noir og 25% Chardonnay.

Ingrid og Marie leitast við að hafa alla víngerðina sjálfbæra og umhverfisvæna, og vínhús Guy de Chassey er viðurkennt sem Haute Valeur Environnemental (HVE).  Þrúgurnar eru pressaðar í viðarpressu og vínin gerjuð í hitastýrðum stáltönkum.  Þegar kemur að því að snúa flöskunum á hvolf til að losna við botnfallið (remuage) er það gert á gamla mátann með handafli.

Guy de Chassey Grand Cru Blanc de Noirs Extra Brut – Hvítt úr Svörtu – þar sem eingöngu er notast við Pinot Noir þrúgur, gerjaðar í stáltönkum.  Víníð var sett á flöskur 18. Mars 2021 og síðan  látið hvíla í 43 mánuði.  Botnfallið var losað frá 10. Október 2024 og korktappinn settur í.

Engum sykri var bætt í vínið og það er því Extra-Brut.

Þetta vín fer vel með grilluðum humri, steiktum kjúklingi eða bara eitt og sér.